Mörk sannleikans Helgi Þorláksson skrifar 27. september 2018 07:00 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun