Ísland og Brexit Michel Sallé skrifar 27. september 2018 07:00 Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun