Telur veggjaldið of hátt Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 06:00 Vaðlaheiðargöng verða brátt opnuð. Fréttablaðið/Auðunn Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent