Telur veggjaldið of hátt Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 06:00 Vaðlaheiðargöng verða brátt opnuð. Fréttablaðið/Auðunn Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent