Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 08:00 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
„Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44
Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31