Víkingaklapp fyrir verðlagið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. september 2018 07:00 Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar