„Það verður að stöðva hann“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 16:59 Erna Ómarsdóttir er ein þeirra sem skrifar undir bréfið þar sem Jan Fabre er sakaður um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna sinna. Vísir/GVA Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“ MeToo Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“
MeToo Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira