Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. september 2018 12:23 Dyraverðir hafa farið fram á víkkun starfssvæðis og auknar heimildir til tækjanotkunar við störf sín. Vísir/Vilhelm Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. Trausti Már Falkvard dyravörður kom í gær fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi um þá auknu hörku sem hann segir að sé að færast í skemmtanalíf miðbæjarins og þann skort á viðbragðsúrræðum sem dyraverðir hafa úr að velja þegar eitthvað kemur upp á. Umræðan um öryggi dyravarða miðbæjarins kemur í kjölfarið á fólskulegri árás sem gerð var á dyravörð skemmtistaðarins Shooters við Austurstræti seint í síðasta mánuði. Þar hafði umræddur dyravörður vísað þremur gestum staðarins á dyr. Mennirnir sneru síðan til baka og gengu í skrokk á dyraverðinum svo hann hlaut alvarlega áverka af, meðal annars mænuskaða. Maðurinn liggur ennþá á spítala. Samkvæmt Trausta er maðurinn jákvæður og bjartsýnn á framhaldið. Þá segir hann manninn ekki vera byrjaðan í endurhæfingu en kveðst ekki geta tjáð sig um ástand hans að öðru leyti. Hafa tekið tekið höndum saman og vilja víkka starfssvæði sitt Margir dyraverðir voru slegnir eftir árásina og upp spratt hávær umræða um öryggi dyravarða og leiðir sem hægt væri að fara til þess að auðvelda þeim að taka á ofbeldi sem þeir verða ýmist vitni að eða lenda sjálfir í starfs síns vegna. „Síðan þetta gerðist hafa margir dyraverðir bæjarins tekið saman höndum og við höfum verið að bæta okkar öryggi með því að bæta við dyravörðum á vaktir þannig að menn séu ekki að standa einir í dyrunum.“ Þá hafa dyraverðir bæjarins fundað með hinum ýmsu aðilum í kjölfar umræðunnar. Þeim var boðið á fund forseta Íslands auk þess sem þeir hafa fundað með mannréttindastjóra Reykjavíkur. Þá er fyrirhugaður fundur dyravarða við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður hvað það sé sem dyraverðir sækist eftir segir hann það helst vera meira frelsi í starfi sínu. Til að mynda kveði núverandi regluverk á um að dyraverðir fari ekki lengra en einn og hálfan metra frá staðnum sem þeir starfa á. Séu þeir lengra frá staðnum eru þeir ekki tryggðir af vinnuveitendum fyrir hvers kyns skaða sem þeir gætu orðið fyrir í starfi. „Við sem dyraverðir horfum oft upp á slagsmál hinu megin við götuna [...] og við hlaupum náttúrlega allir inn í það og stoppum svoleiðis. En um leið og við gerum það þá erum við orðnir ótryggðir og í raun bara almennir borgarar.“ Trausti segir þetta klárlega vera eitthvað sem dyraverðir vilji breyta og þeir telji að miðbærinn verði öruggari fyrir vikið. Vilja fá að nota handjárnAðspurður hvaða tól dyraverðir hefðu til ráðstöfunar við störf sín sagði Trausti að í raun mættu dyraverðir ekki nota neitt meira en hinn almenni borgari. Þetta sé eitthvað sem dyraverðir vilji þó breyta. Þá vill Trausti horfa til Norðurlandanna, sérstaklega Svíþjóðar, þar sem dyraverðir handtaki þá sem ekki fari að fyrirmælum dyravarða og hafi í raun sömu valdheimildir og lögregla. Þá segir Trausti að dyraverðir lendi oft í því að því sé illa tekið þegar þeir neyðist til þess að taka fólk tökum og halda því niðri og þeim sé hreinlega oft mætt með ofbeldi þegar í slíkar aðstæður er komið. Trausti telur að þetta megi leysa með því að heimila dyravörðum notkun handjárna eða bensla sem eigi að gera þeim auðveldara fyrir að halda niðri því fólki sem taka hefur þurft niður. „Við viljum sjá einhverjar breytingar og fá aukið öryggi fyrir okkur þar sem þetta starf er náttúrulega gífurlega hættulegt. Ef maður fylgist með fréttum þá sést að það er alltaf meira og meira af alvarlegu ofbeldi í Reykjavík.“Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Innlent Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. Trausti Már Falkvard dyravörður kom í gær fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi um þá auknu hörku sem hann segir að sé að færast í skemmtanalíf miðbæjarins og þann skort á viðbragðsúrræðum sem dyraverðir hafa úr að velja þegar eitthvað kemur upp á. Umræðan um öryggi dyravarða miðbæjarins kemur í kjölfarið á fólskulegri árás sem gerð var á dyravörð skemmtistaðarins Shooters við Austurstræti seint í síðasta mánuði. Þar hafði umræddur dyravörður vísað þremur gestum staðarins á dyr. Mennirnir sneru síðan til baka og gengu í skrokk á dyraverðinum svo hann hlaut alvarlega áverka af, meðal annars mænuskaða. Maðurinn liggur ennþá á spítala. Samkvæmt Trausta er maðurinn jákvæður og bjartsýnn á framhaldið. Þá segir hann manninn ekki vera byrjaðan í endurhæfingu en kveðst ekki geta tjáð sig um ástand hans að öðru leyti. Hafa tekið tekið höndum saman og vilja víkka starfssvæði sitt Margir dyraverðir voru slegnir eftir árásina og upp spratt hávær umræða um öryggi dyravarða og leiðir sem hægt væri að fara til þess að auðvelda þeim að taka á ofbeldi sem þeir verða ýmist vitni að eða lenda sjálfir í starfs síns vegna. „Síðan þetta gerðist hafa margir dyraverðir bæjarins tekið saman höndum og við höfum verið að bæta okkar öryggi með því að bæta við dyravörðum á vaktir þannig að menn séu ekki að standa einir í dyrunum.“ Þá hafa dyraverðir bæjarins fundað með hinum ýmsu aðilum í kjölfar umræðunnar. Þeim var boðið á fund forseta Íslands auk þess sem þeir hafa fundað með mannréttindastjóra Reykjavíkur. Þá er fyrirhugaður fundur dyravarða við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður hvað það sé sem dyraverðir sækist eftir segir hann það helst vera meira frelsi í starfi sínu. Til að mynda kveði núverandi regluverk á um að dyraverðir fari ekki lengra en einn og hálfan metra frá staðnum sem þeir starfa á. Séu þeir lengra frá staðnum eru þeir ekki tryggðir af vinnuveitendum fyrir hvers kyns skaða sem þeir gætu orðið fyrir í starfi. „Við sem dyraverðir horfum oft upp á slagsmál hinu megin við götuna [...] og við hlaupum náttúrlega allir inn í það og stoppum svoleiðis. En um leið og við gerum það þá erum við orðnir ótryggðir og í raun bara almennir borgarar.“ Trausti segir þetta klárlega vera eitthvað sem dyraverðir vilji breyta og þeir telji að miðbærinn verði öruggari fyrir vikið. Vilja fá að nota handjárnAðspurður hvaða tól dyraverðir hefðu til ráðstöfunar við störf sín sagði Trausti að í raun mættu dyraverðir ekki nota neitt meira en hinn almenni borgari. Þetta sé eitthvað sem dyraverðir vilji þó breyta. Þá vill Trausti horfa til Norðurlandanna, sérstaklega Svíþjóðar, þar sem dyraverðir handtaki þá sem ekki fari að fyrirmælum dyravarða og hafi í raun sömu valdheimildir og lögregla. Þá segir Trausti að dyraverðir lendi oft í því að því sé illa tekið þegar þeir neyðist til þess að taka fólk tökum og halda því niðri og þeim sé hreinlega oft mætt með ofbeldi þegar í slíkar aðstæður er komið. Trausti telur að þetta megi leysa með því að heimila dyravörðum notkun handjárna eða bensla sem eigi að gera þeim auðveldara fyrir að halda niðri því fólki sem taka hefur þurft niður. „Við viljum sjá einhverjar breytingar og fá aukið öryggi fyrir okkur þar sem þetta starf er náttúrulega gífurlega hættulegt. Ef maður fylgist með fréttum þá sést að það er alltaf meira og meira af alvarlegu ofbeldi í Reykjavík.“Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Innlent Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16