Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2018 17:59 Frá Egilsstöðum. Fréttablaðið/GVA Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með væntanlega samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Snýr það að þeim miklu töfum sem við blasa hvað varðar nauðsynlegar samgöngubætur í fjórðungnum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SSA sem samþykkt var á fundi fyrr í dag. Stjórnin telur tafirnar sérstaklega ámælisverðar í ljósi þess að „undanfarin ár hafa nýframkvæmdir og viðhald vega á Austurlandi verið í algjöru lágmarki.“ Stjórn krefst þess að hlutur Austurlands varðandi framkvæmdir í samgöngumálum verði réttur og tekið tillit til þeirrar forgangsröðunar samgönguframkvæmda sem samþykkt hefur verið ítrekað á vettvangi SSA. „Í því samhengi má nefna Fjarðarheiðargöng, nýjan veg yfir Öxi auk fjölda brýnna viðhaldsverkefna víða í fjórðungnum sem SSA hefur ályktað um. Stjórn SSA telur eðlilegt að ráðherra og Alþingi fari eftir þeim áherslum sem mótaðar hafa verið af hálfu landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í ljósi skorts á samráði skorar stjórnin á ráðherra að hefja nú þegar samráð við landshlutasamtökin áður en endanleg drög að samgönguáætlun verða lögð fyrir Alþingi. Verði það ekki gert er allt tal stjórnvalda um eflingu sveitarstjórnarstigsins orðin tóm,“ segir í ályktuninni. Samgöngur Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með væntanlega samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Snýr það að þeim miklu töfum sem við blasa hvað varðar nauðsynlegar samgöngubætur í fjórðungnum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SSA sem samþykkt var á fundi fyrr í dag. Stjórnin telur tafirnar sérstaklega ámælisverðar í ljósi þess að „undanfarin ár hafa nýframkvæmdir og viðhald vega á Austurlandi verið í algjöru lágmarki.“ Stjórn krefst þess að hlutur Austurlands varðandi framkvæmdir í samgöngumálum verði réttur og tekið tillit til þeirrar forgangsröðunar samgönguframkvæmda sem samþykkt hefur verið ítrekað á vettvangi SSA. „Í því samhengi má nefna Fjarðarheiðargöng, nýjan veg yfir Öxi auk fjölda brýnna viðhaldsverkefna víða í fjórðungnum sem SSA hefur ályktað um. Stjórn SSA telur eðlilegt að ráðherra og Alþingi fari eftir þeim áherslum sem mótaðar hafa verið af hálfu landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í ljósi skorts á samráði skorar stjórnin á ráðherra að hefja nú þegar samráð við landshlutasamtökin áður en endanleg drög að samgönguáætlun verða lögð fyrir Alþingi. Verði það ekki gert er allt tal stjórnvalda um eflingu sveitarstjórnarstigsins orðin tóm,“ segir í ályktuninni.
Samgöngur Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45
Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45