Rislítið mektarmanna-partí Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. september 2018 08:30 Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun