Þolinmæðin mun á endanum bresta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 11:00 Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, og Hannes, formaður KKÍ, á blaðamannafundi fyrir verkefni landsliðsins á dögunum. Fréttablaðið/anton brink Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira