Hafa fengið ansi margar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2018 20:12 Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag. Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag.
Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00
Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03