Hæstiréttur staðfestir að Arion skuli greiða húsfélagi 162 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 18:45 Langalína 2 er í Garðabæ. Mynd/Já.is Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banki skuli greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Þá skuli bankinn greiða fjórar milljónir króna til viðbótar í málskostnað. Húsfélagið höfðaði á sínum tíma mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Ris ehf var upphaflegur húsbyggjandi og seldi flestar íbúðir hússins til Riss fjárfestingar ehf. Nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankanna í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld. Langalína 2 ehf. hélt svo áfram byggingu hússins sem lauk á haustdögum 2010. Dómstólarnir féllust á rök húsfélagsins að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi því ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Arion hafi borið ábyrgð á því.Þurfti að ráðast í miklar viðgerðir Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Frágangur við glugga hafi sömuleiðis verið óviðunandi. Húsfélagið þurfti að ráðast í miklar viðgerðir og komst héraðsdómur að því að þeirri niðurstöðu að tjónið væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns. Dómsmál Tengdar fréttir Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banki skuli greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Þá skuli bankinn greiða fjórar milljónir króna til viðbótar í málskostnað. Húsfélagið höfðaði á sínum tíma mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Ris ehf var upphaflegur húsbyggjandi og seldi flestar íbúðir hússins til Riss fjárfestingar ehf. Nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankanna í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld. Langalína 2 ehf. hélt svo áfram byggingu hússins sem lauk á haustdögum 2010. Dómstólarnir féllust á rök húsfélagsins að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi því ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Arion hafi borið ábyrgð á því.Þurfti að ráðast í miklar viðgerðir Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Frágangur við glugga hafi sömuleiðis verið óviðunandi. Húsfélagið þurfti að ráðast í miklar viðgerðir og komst héraðsdómur að því að þeirri niðurstöðu að tjónið væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns.
Dómsmál Tengdar fréttir Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49