Utanríkisráðuneytið heimilaði lendingu herflugvéla í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 18:30 Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila. Utanríkismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila.
Utanríkismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira