Friðlýsingar á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. september 2018 08:00 Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Umhverfismál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar