Pedersen tekur fram úr Hilmari Árna á fleiri sviðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 14:00 Patrick Pederrsen skorar og skorar og leggur líka upp. vísir/daníel Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira