Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2018 10:56 Elín Sif og Eyrún Björk í hlutverkum Stellu og Magneu í Lof mér að falla. Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?” Börn og uppeldi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?”
Börn og uppeldi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira