Ekki gætt að hagsmunum fólks með fötlun við rannsókn mála Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. október 2018 06:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fyrir vinnu starfshópsins. fréttablaðið/anton brink Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira