Við erum öll tengd Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. október 2018 07:15 Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar