Finna þarf urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Suðurlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. október 2018 07:30 Sífellt minna sorp er urðað en eftir stendur úrgangur eins og múrbrot, gler og uppmokstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ „Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira