Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 12:09 Ingileif er ánægð með útkomuna en þetta er frumraun hennar í íslenskri textagerð. Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira