Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2018 16:15 Ariel og Ali í Las Vegas. Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15