Skoðun

Velkomin... og hvað svo?

Þórólfur Árnason skrifar
Öll sú starfsemi sem fylgt hefur erlendu ferðafólki hefur reynst samfélaginu afar hjálpleg á þeim áratug sem liðinn er frá upphafi alþjóðlegrar fjármálakreppu. Mikill vöxtur í ferðaþjónustu hefur fært þjóðinni dýrmæta atvinnu og tekjur svo hér mælist velmegun mun meiri en útlit var fyrir um hríð. Miklum fjölda erlendra gesta fylgja þó jafnframt ýmsar áskoranir. Meðal þeirra má nefna umferðarþunga á vegum með miklu álagi á vegakerfi og lögreglu, að ónefndri aukinni slysahættu á fólki.

Á umferðarþingi í dag sem ber yfirskriftina „Velkomin?… og hvað svo?“ verða áskoranir og mögulegar leiðir að auknu umferðaröryggi ræddar vítt og breitt, í ljósi þess mikla viðbótarfjölda sem ferðastÖll sú starfsemi sem fylgt hefur erlendu ferðafólki hefur reynst samfélaginu afar hjálpleg á þeim áratug sem liðinn er frá upphafi alþjóðlegrar fjármálakreppu. um landið með öllum okkar erlendu gestum. Farið verður yfir ýmsar aðgerðir sem unnið er að og mögulegar eru til að auka öryggi fólks sem ferðast um landið á bílaleigubílum og í rútum og ræddar aðferðir til að stýra ferðafólki þannig að það velji öruggari leiðir. Velt verður upp hugmyndum um það hvernig við getum enn betur nýtt okkur nýjustu tækni og stafrænar lausnir í þágu umferðaröryggis.

Margt hefur þegar áunnist með markvissu starfi. Sem dæmi má nefna samvinnu við kínverska sendiráðið á Íslandi, íslenska sendiráðið í Kína og íslenskar bílaleigur um fræðslu til kínversks ferðafólks um þær áskoranir sem bíða þeirra við akstur á íslenskum vegum. Árangurinn af verkefninu er mjög góður og mælist í fækkun umferðarslysa á kínversku ferðafólki.

Samvinna og samtakamáttur fleytir okkur lengst að því markmiði að auka öryggisvitund samfélagsins og sáttmála um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir alvarleg umferðarslys. Þau eru ekki einkamál þeirra sem í þeim lenda. Allir vegfarendur, bæði íslenskir og erlendir, geta orðið fórnarlömb slysa og samfélagið í heild greiðir fyrir þau dýru verði. Áhugafólk um betri umferðarmenningu er hvatt til þátttöku því samgönguöryggi kemur okkur öllum við.




Skoðun

Sjá meira


×