Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 14:23 Frá blaðamannafundinum í dag, þar sem ákærurnar voru opinberaðar. AP/Jacquelyn Martin Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér. Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér.
Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira