Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2018 11:35 Blóðgjafar á rauðu bekkjunum í Blóðbankanum á Snorrabraut. Vísir/Egill Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Þetta er mat Sóttvarnalæknis sem tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins eftir umræðu um efnið í sumar. Þetta kemur í tímaritinu Farsóttafréttir sem Landlæknir gefur út (PDF). Sóttvarnarlæknir segist hafa metið stöðuna og lýst þessu sem mögueika að teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða. Með vandaðri skimun blóðs á að vera lítil eða nánast engin hætta á blóðbornu smiti með slíku fyrirkomulagi. „Hafa þarf í huga að engin blóðgjöf er fullkomlega örugg og allar aðgerðir þurfa að taka mið af því að draga úr áhættu eins og kostur er. Því þarf skimun fyrir blóðkornum sjúkdómsvöldum að ná til allra blóðgjafa,“ segir sóttvarnarlæknir. Forsendur þess að karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM) verði leyft að gefa blóð að undangengnu kynlífsbindini eru tvær að mati sóttvarnarlæknis. Annars vegar að spurningar til blóðgjafa þurfi að vanda og gæta fyllsta trúnaðar. Hins vegar að rannsóknaraðferðir við skimun á öllu blóði fyrir HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt verði að vera áreiðanlegar og kostnaðarhagkvæmar. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð.Heilbrigðisráðherra hefur sagt ákvörðun í málinu handan við hornið. Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Þetta er mat Sóttvarnalæknis sem tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins eftir umræðu um efnið í sumar. Þetta kemur í tímaritinu Farsóttafréttir sem Landlæknir gefur út (PDF). Sóttvarnarlæknir segist hafa metið stöðuna og lýst þessu sem mögueika að teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða. Með vandaðri skimun blóðs á að vera lítil eða nánast engin hætta á blóðbornu smiti með slíku fyrirkomulagi. „Hafa þarf í huga að engin blóðgjöf er fullkomlega örugg og allar aðgerðir þurfa að taka mið af því að draga úr áhættu eins og kostur er. Því þarf skimun fyrir blóðkornum sjúkdómsvöldum að ná til allra blóðgjafa,“ segir sóttvarnarlæknir. Forsendur þess að karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM) verði leyft að gefa blóð að undangengnu kynlífsbindini eru tvær að mati sóttvarnarlæknis. Annars vegar að spurningar til blóðgjafa þurfi að vanda og gæta fyllsta trúnaðar. Hins vegar að rannsóknaraðferðir við skimun á öllu blóði fyrir HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt verði að vera áreiðanlegar og kostnaðarhagkvæmar. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð.Heilbrigðisráðherra hefur sagt ákvörðun í málinu handan við hornið.
Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00