Íslandsmeistararnir hefja leik gegn nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. október 2018 14:00 KR fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð í vor. Kemur sá sjötti í safnið? vísir Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira
Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira