Hvað þarf eiginlega marga þætti með Helga Seljan? Þórir Garðarsson skrifar 3. október 2018 19:16 Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi. Lögin eru til og þau eru skýr, en ríkisvaldið fylgir þeim ekki eftir. Sérstaklega virðist ríkisskattstjóri draga lappirnar, eins og fram kom í þættinum. Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.Lögunum er ekki fylgt eftir Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir. Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.Ekkert gert með tillögur um aðgerðir Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar. Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert. Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.Hvað er eiginlega að? Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu? Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?Þórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi. Lögin eru til og þau eru skýr, en ríkisvaldið fylgir þeim ekki eftir. Sérstaklega virðist ríkisskattstjóri draga lappirnar, eins og fram kom í þættinum. Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.Lögunum er ekki fylgt eftir Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir. Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.Ekkert gert með tillögur um aðgerðir Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar. Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert. Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.Hvað er eiginlega að? Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu? Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?Þórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun