Fjárlagafrumvarpið brást eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:00 Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun