Bandaríkin rifta áratuga gömlum „vináttusamningi“ við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 16:00 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Cliff Owen Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira