Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 23:33 Kavanaugh þykir hafa gengið langt í að gera lítið úr drykkjuskap sínum þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku, jafnvel svo langt að hann hafi gerst sekur um meinsæri. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30