Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2018 20:54 Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira