Loftslag, land og mannauður – skorað á umhverfisráðherra Ólafur Arnalds skrifar 3. október 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta umhverfisvá samtímans ásamt hnignun auðlinda jarðar. Talið er að um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda tengist nýtingu landsins og hnignun vistkerfa. Á fáum svæðum jarðar finnast vistkerfi í jafn slæmu ástandi og á Íslandi. Endurheimt vistkerfa er því meðal mikilvægustu aðgerða á sviði loftslagsmála sem hægt er að að grípa til hérlendis, svo sem landgræðsla og hvers kyns vistheimt, skógrækt og endurheimt votlendis. Endurheimtin bætir jafnframt lífsviðurværi og tengist flestum af umhverfismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að aðgerðir í þágu loftslagsmála byggi á faglegri þekkingu. Mesta innspýtingin til eflingar mannauðs á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýtingar kom í kjölfar „Þjóðargjafarinnar“ svokölluðu árið 1974, en stór hluti best menntaða fólksins á þessum sviðum þróaði sína fagþekkingu í erlendum háskólum í kjölfar hennar. Þessi mannauður er einmitt eitt það verðmætasta sem „Þjóðargjöfin“ gat af sér þegar litið er til lengri tíma. Nú grisjast óðum sá hópur sökum aldurs. Annað mikilvægt skref til eflingar mannauðs var tekið þegar ríkisstjórnin hóf átaksverkefni til að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt fyrir síðustu aldamót, en þá var hluti fjárins helgaður rannsóknum. Sú ákvörðun kostaði þó fortölur og mikil átök, enda skyldi fjármagninu vera varið í framkvæmdir, en „ekkert kjaftæði“ eins og einn þingmaðurinn orðaði það á sínum tíma. En skynsemin náði yfirhöndinni, rannsóknir á kolefnisbindingu í jarðvegi voru hafnar, sem skilaði heldur betur sínu – án þeirra rannsókna sem þá hófust væri landgræðsla t.d. ekki viðurkennd bindingarleið til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Úr varð rannsóknahópur og þekking sem gat fóstrað núverandi starf á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja umtalsverða fjármuni til að binda kolefni í vistkerfum og til að endurheimta auð þeirra um leið, m.a. með landgræðslu og vistheimt, endurheimt votlendis og skógrækt, samkvæmt metnaðarfullri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030“. Þetta er afar mikilvæg, nauðsynleg og ánægjuleg þróun. En það er jafnframt grundvallaratriði að byggja upp mannauð á sama tíma, innviði til rannsókna og þekkingu á þeim ferlum sem liggja að baki. Framkvæmdagleðin er okkur eðlislæg en hún getur borið okkur ofurliði. „Bókhald“ um bindinguna og vöktun nægir ekki til langframa, bókhaldið verður að standast stranga rýni erlendra vísindamanna og endurskoðun á alþjóðavettvangi. Þá þarf að gæta þess að framkvæmdir, eftirlit, bókhald og grunnrannsóknir séu ekki allar á sömu hendi, það væri beinlínis slæm stjórnsýsla. Trauðla verður séð af þeim tillögum sem nú liggja fyrir að vel sé hugað að rannsóknum utan vöktunarverkefna. Samt er það einmitt öflugt rannsóknastarf sem rennir stoðum undir árangurinn og getur um leið skapað alveg ný tækifæri á sviði kolefnisbindingar og vistheimtar, eins og þær leiðir sem nú eru opnar eru dæmi um. Þær byggja á vísindarannsóknum sem spruttu upp úr verkefnum sem þessum. Skortur á grunnrannsóknum og mannauði í tengslum við þetta átak yrði afskaplega sorgleg niðurstaða. Því skora ég á umhverfisráðherra að huga vel að mannauði og þekkingu við útfærslu á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það gæti hæglega orðið verðmætasta fjárfestingin þegar litið er til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta umhverfisvá samtímans ásamt hnignun auðlinda jarðar. Talið er að um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda tengist nýtingu landsins og hnignun vistkerfa. Á fáum svæðum jarðar finnast vistkerfi í jafn slæmu ástandi og á Íslandi. Endurheimt vistkerfa er því meðal mikilvægustu aðgerða á sviði loftslagsmála sem hægt er að að grípa til hérlendis, svo sem landgræðsla og hvers kyns vistheimt, skógrækt og endurheimt votlendis. Endurheimtin bætir jafnframt lífsviðurværi og tengist flestum af umhverfismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að aðgerðir í þágu loftslagsmála byggi á faglegri þekkingu. Mesta innspýtingin til eflingar mannauðs á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýtingar kom í kjölfar „Þjóðargjafarinnar“ svokölluðu árið 1974, en stór hluti best menntaða fólksins á þessum sviðum þróaði sína fagþekkingu í erlendum háskólum í kjölfar hennar. Þessi mannauður er einmitt eitt það verðmætasta sem „Þjóðargjöfin“ gat af sér þegar litið er til lengri tíma. Nú grisjast óðum sá hópur sökum aldurs. Annað mikilvægt skref til eflingar mannauðs var tekið þegar ríkisstjórnin hóf átaksverkefni til að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt fyrir síðustu aldamót, en þá var hluti fjárins helgaður rannsóknum. Sú ákvörðun kostaði þó fortölur og mikil átök, enda skyldi fjármagninu vera varið í framkvæmdir, en „ekkert kjaftæði“ eins og einn þingmaðurinn orðaði það á sínum tíma. En skynsemin náði yfirhöndinni, rannsóknir á kolefnisbindingu í jarðvegi voru hafnar, sem skilaði heldur betur sínu – án þeirra rannsókna sem þá hófust væri landgræðsla t.d. ekki viðurkennd bindingarleið til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Úr varð rannsóknahópur og þekking sem gat fóstrað núverandi starf á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja umtalsverða fjármuni til að binda kolefni í vistkerfum og til að endurheimta auð þeirra um leið, m.a. með landgræðslu og vistheimt, endurheimt votlendis og skógrækt, samkvæmt metnaðarfullri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030“. Þetta er afar mikilvæg, nauðsynleg og ánægjuleg þróun. En það er jafnframt grundvallaratriði að byggja upp mannauð á sama tíma, innviði til rannsókna og þekkingu á þeim ferlum sem liggja að baki. Framkvæmdagleðin er okkur eðlislæg en hún getur borið okkur ofurliði. „Bókhald“ um bindinguna og vöktun nægir ekki til langframa, bókhaldið verður að standast stranga rýni erlendra vísindamanna og endurskoðun á alþjóðavettvangi. Þá þarf að gæta þess að framkvæmdir, eftirlit, bókhald og grunnrannsóknir séu ekki allar á sömu hendi, það væri beinlínis slæm stjórnsýsla. Trauðla verður séð af þeim tillögum sem nú liggja fyrir að vel sé hugað að rannsóknum utan vöktunarverkefna. Samt er það einmitt öflugt rannsóknastarf sem rennir stoðum undir árangurinn og getur um leið skapað alveg ný tækifæri á sviði kolefnisbindingar og vistheimtar, eins og þær leiðir sem nú eru opnar eru dæmi um. Þær byggja á vísindarannsóknum sem spruttu upp úr verkefnum sem þessum. Skortur á grunnrannsóknum og mannauði í tengslum við þetta átak yrði afskaplega sorgleg niðurstaða. Því skora ég á umhverfisráðherra að huga vel að mannauði og þekkingu við útfærslu á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það gæti hæglega orðið verðmætasta fjárfestingin þegar litið er til lengri tíma.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar