Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 20:21 Primera Air er skráð í Lettlandi en fyrirtækið sjálft hér á landi. Fréttablaðið/Hörður Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05