Enski boltinn

Pochettino: Ómögulegt fyrir mig að þjálfa Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pochettino stýrir liði Tottenham
Pochettino stýrir liði Tottenham vísir/getty
Mauricio Pochettino hlakkar til að mæta Barcelona og vonast til þess að knéfella félagið, öruggur í vissu sinni um að hann mun aldrei taka við liðinu.

Pochettino var bæði leikmaður og þjálfari Espanyol, nágrannaliðs og erkifjenda Barcelona, og veit því að hann mun aldrei taka við þjálfun spænska stórveldisins.

„Það að mæta Barcelona hvetur mig áfram sem stuðningsmann Espanyol og eftir að hafa búið svo lengi í Barcelona,“ sagði Pochettino við spænska blaðið Marca.

„Það er víður skilningur á því að ég mun aldrei taka við Barcelona. Mín leið og leið Barcelona fara í sitt hvora áttina og það væri ómögulegt að þjálfa liðið.“

Tottenham mætir Barcelona á Wembley á miðvikudaginn eftir tap gegn Inter Milan í fyrsta leik sínum í B-riðli. Barcelona hefur ekki unnið heima fyrir í þremur síðustu leikjum.

„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og þegar þú vinnur Barcelona er það enn skemmtilegra, því það væri svo mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Mauricio Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×