Handbolti

Þriðji ættliður sem skorar fyrir landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigríður Hauksdóttir eftir fyrsta landsleikinn.
Sigríður Hauksdóttir eftir fyrsta landsleikinn. mynd/hk
Sigríður Hauksdóttir, leikmaður HK, lék sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið í handbolta þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 20-33, í vináttulandsleik á laugardaginn. Sigríður, sem leikur í horninu, skoraði eitt mark í leiknum.

Sigríður er dóttir Guðríðar Guðjónsdóttur sem lék 80 landsleiki og skoraði 372 mörk. Hún vann einnig fjölda titla með Fram.

Amma Sigríðar er Sigríður Sigurðar­dóttir sem var fyrst kvenna valin Íþróttamaður ársins. Sigríður var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem varð Norðurlandameistari 1964.

Sama ár var hún valin Íþróttamaður ársins. Sigríður eldri vann einnig fjölda titla með Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×