Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 14:31 Páll Winkel segir fangelsismálastofnun ekki græða á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“ Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“
Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34