Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 19. október 2018 08:00 Maðurinn er sérhæfður í mjaðmavandamálum að sögn lögmanns hans. vísir/getty Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið kærður fyrr á árinu fyrir meint kynferðisbrot gegn nokkrum konum en maðurinn starfar ekki á vegum hins opinbera. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður og eigandi Lögvís lögmannsstofu og jafnframt réttargæslumaður kvennanna sem kærðu á þessu ári, staðfestir að fleiri konur hafi leitað til hennar eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. „Ég hef verið á ráðstefnu Jafnréttisstofu í dag svo ég hef lítinn tíma haft til að sinna öðru en get þó nefnt að núna fyrir hádegi höfðu nokkrar konur samband við mig vegna málsins. Af þeim eru þrjár sem ætla að koma á fund til mín næstu daga, en þær lýsa því að hafa orðið fyrir broti í meðferð hjá manninum. Þetta mun svo allt skýrast betur á næstu dögum,“ segir Sigrún. Miðað við viðbrögðin telji hún ástæðu til að hvetja þá sem telja sig hafa orðið fyrir brotum til að stíga fram. Maðurinn á að hafa meðhöndlað konurnar í gegnum leggöng þeirra. Sigrún telur málið óneitanlega vera viðameira en ætla mátti í upphafi og frá því að málið hafi komið inn á borð til hennar hafi konunum farið fjölgandi. „Ég vona einlæglega að lögreglan fari að taka þetta mál fastari tökum og virkilega skoði hvort það sé grundvöllur fyrir frekari íhlutun. Ég trúi ekki öðru.“ Lögfræðingur mannsins, Steinbergur Finnbogason, vísaði í Fréttablaðinu í gær ásökunum á hendur manninum á bug. Þær komi skjólstæðingi hans mjög á óvart. „Hann er búinn að starfa hér á landi með sérhæfða líkamsmeðhöndlun fyrir mjaðmavandamál í rúmlega fjórtán ár og hefur á þessum tíma tekið á móti yfir fimmtíu þúsund heimsóknum ánægðra skjólstæðinga af báðum kynjum og á öllum aldri.“ Þá sagði Steinbergur að um væri að ræða dæmigerða tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga. „Og því miður er andrúmsloftið þannig þessa dagana að þrátt fyrir mögulega sýknun fyrir dómstólunum nær böðull umræðunnar að vinna verkin sín löngu áður en dómstólarnir úrskurða um sekt eða sýknu,“ sagði lögmaðurinn meðal annars í Fréttablaðinu gær. Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Stór hluti málanna stoppi hjá lögreglu Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði víðtæka rannsókn á árunum 2008-2009, ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnarsdóttur, þar sem þær fylgdu hverju einasta kynferðisbrotamáli eftir hjá lögreglunni. 18. október 2018 08:30 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið kærður fyrr á árinu fyrir meint kynferðisbrot gegn nokkrum konum en maðurinn starfar ekki á vegum hins opinbera. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður og eigandi Lögvís lögmannsstofu og jafnframt réttargæslumaður kvennanna sem kærðu á þessu ári, staðfestir að fleiri konur hafi leitað til hennar eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. „Ég hef verið á ráðstefnu Jafnréttisstofu í dag svo ég hef lítinn tíma haft til að sinna öðru en get þó nefnt að núna fyrir hádegi höfðu nokkrar konur samband við mig vegna málsins. Af þeim eru þrjár sem ætla að koma á fund til mín næstu daga, en þær lýsa því að hafa orðið fyrir broti í meðferð hjá manninum. Þetta mun svo allt skýrast betur á næstu dögum,“ segir Sigrún. Miðað við viðbrögðin telji hún ástæðu til að hvetja þá sem telja sig hafa orðið fyrir brotum til að stíga fram. Maðurinn á að hafa meðhöndlað konurnar í gegnum leggöng þeirra. Sigrún telur málið óneitanlega vera viðameira en ætla mátti í upphafi og frá því að málið hafi komið inn á borð til hennar hafi konunum farið fjölgandi. „Ég vona einlæglega að lögreglan fari að taka þetta mál fastari tökum og virkilega skoði hvort það sé grundvöllur fyrir frekari íhlutun. Ég trúi ekki öðru.“ Lögfræðingur mannsins, Steinbergur Finnbogason, vísaði í Fréttablaðinu í gær ásökunum á hendur manninum á bug. Þær komi skjólstæðingi hans mjög á óvart. „Hann er búinn að starfa hér á landi með sérhæfða líkamsmeðhöndlun fyrir mjaðmavandamál í rúmlega fjórtán ár og hefur á þessum tíma tekið á móti yfir fimmtíu þúsund heimsóknum ánægðra skjólstæðinga af báðum kynjum og á öllum aldri.“ Þá sagði Steinbergur að um væri að ræða dæmigerða tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga. „Og því miður er andrúmsloftið þannig þessa dagana að þrátt fyrir mögulega sýknun fyrir dómstólunum nær böðull umræðunnar að vinna verkin sín löngu áður en dómstólarnir úrskurða um sekt eða sýknu,“ sagði lögmaðurinn meðal annars í Fréttablaðinu gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Stór hluti málanna stoppi hjá lögreglu Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði víðtæka rannsókn á árunum 2008-2009, ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnarsdóttur, þar sem þær fylgdu hverju einasta kynferðisbrotamáli eftir hjá lögreglunni. 18. október 2018 08:30 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Stór hluti málanna stoppi hjá lögreglu Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði víðtæka rannsókn á árunum 2008-2009, ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnarsdóttur, þar sem þær fylgdu hverju einasta kynferðisbrotamáli eftir hjá lögreglunni. 18. október 2018 08:30
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30