Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2018 21:30 Hörður Míó Ólafsson, hellabóndi í Víðgelmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00
Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15