Frumlegt ráð við þreytu Þórlindur Kjartansson skrifar 19. október 2018 07:00 Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun