Þjóðverjar framselja grunaðan banamann Marinovu Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 23:36 Viktoria Marinova starfaði í sjónvarpi í umræðuþætti sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál. AP/Filip Dvorski Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn. Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn.
Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40
Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30
Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36