Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. október 2018 07:30 Þegar rannsóknin hafði staðið yfir í nokkra mánuði var lögreglan látin vita af konu sem nýlega sakaði manninn um brot gegn sér Fréttablaðið/Stefán Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið kærður til lögreglu fyrir meint brot gegn nokkrum konum. Maðurinn starfar sem meðhöndlari og meint brot eiga að hafa átt sér stað í meðferð hjá honum. Hann starfar ekki á vegum hins opinbera. Konurnar leituðu allar til mannsins vegna stoðkerfisvanda. Konurnar greina frá því að maðurinn hafi í einhverjum tilvikum meðhöndlað þær við vanda sínum í gegnum leggöng þeirra. Frásagnir sex kvenna sem Fréttablaðið ræddi við ríma hver við aðra. Þær hafi verið á erfiðum stað í lífinu þegar þær komu til mannsins og margar hverjar þjáðar. Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður og eigandi Lögvís lögmannsstofu, er réttargæslumaður hóps þessara kvenna. „Rannsókn lögreglu miðar hægt áfram, hluti brotaþola hefur enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Og mér finnst mjög alvarlegt að maðurinn hafi ekki verið stöðvaður.“ Óeðlilegur seinagangur í kerfinu „Málið hefst í mars á þessu ári þegar ung kona leitar til mín vegna þess að hún vill kæra manninn fyrir nauðgun. Fljótlega vatt málið þannig upp á sig að nú eru konurnar orðnar fleiri sem lagt hafa fram kæru á hendur manninum og enn fleiri bíða þess að komast í skýrslutöku. Þá hafa nokkrar ekki enn tekið ákvörðun um framhald máls. Allar koma þessar konur úr mismunandi áttum,“ segir Sigrún. „Konurnar gáfu flestar skýrslu í vor og á þeim tíma lét ég lögregluna vita af tveimur sem vildu leggja fram kæru, en mál þeirra var lítillega frábrugðið hinum. Ég fékk þau svör að lögreglan ætlaði sér að skoða málin en síðan hef ég ekkert heyrt, þrátt fyrir reglulegar ítrekanir.” Ein þeirra sem bíða þess að fá að kæra er nú búsett í einu Norðurlandanna, en meint brot mannsins í hennar garð átti sér þó stað hér á landi. „Ég lét lögregluna vita í apríl að hún vildi leggja fram kæru en fátt var um svör. Eftir að hafa ítrekað málið í um hálft ár fékk ég loks þau svör að hún yrði að kæra í gegnum lögregluyfirvöld í því landi, sem gæti eftir atvikum kallað eftir aðstoð lögreglunnar á Íslandi. Þetta er í algjörri andstöðu við önnur mál sem ég hef verið með eða þekki til. Þar hefur lögreglan til að mynda farið utan í þeim tilgangi að taka skýrslu af brotaþola. Ég get ekki séð annað en að hér sé um hreina og klára mismunun að ræða.“ Maðurinn enn að störfum Þegar rannsóknin hafði staðið yfir í nokkra mánuði segist Sigrún hafi látið lögreglu vita af konu sem nýlega sakaði manninn um brot gegn sér. Meint brot átti sér stað meðan á rannsókn lögreglu á öðrum málum gegn manninum stóð. Að sögn Sigrúnar aðhafðist lögreglan ekkert og skýrsla hefur enn ekki verið tekin af stúlkunni. „Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta brot hefði lögreglan stöðvað manninn strax í upphafi, enda lá þá strax fyrir rökstuddur grunur um að hann hefði brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna. Síðan er liðið hálft ár og maðurinn er enn að störfum svo við best vitum,“ segir Sigrún. „Málið vekur mann til umhugsunar um hvernig unnið er að kynferðisbrotamálum innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar og maður veltir fyrir sér hvað þurfi til þess að maður, sem virðist stöðugt vera að brjóta á konum og jafnvel á meðan rannsókn stendur yfir, sé hnepptur í gæsluvarðhald.“ Kerfið langt á eftir þekkingunni „Það er mikið af góðu fólki innan lögreglunnar sem er að vinna ómetanlegt starf en það er kerfið sem það vinnur eftir sem gengur augljóslega ekki upp. Ýmsu mætti strax breyta til batnaðar, svo sem aukinni og viðameiri fræðslu í sálfræðinni að baki þessum brotum. Hvernig sem er þá er ljóst að kerfið er langt á eftir þeirri þekkingu sem við nú búum yfir í þessum málaflokki,“ segir Sigrún lögmaður. Reynsla hennar er sú að í upphafi hafi brotaþolar verið sáttir. Hún hitti þá að minnsta kosti einu sinni á fundi fyrir skýrslutökuna og segir að lögreglan hafi tekið vel á móti þeim, sýnt þeim virðingu og vinsemd. „Eftir það mætir brotaþolum algjör þögn, líka okkur réttargæslumönnum. Brotaþolar, eðlilega, hafa reglulega samband og óska eftir upplýsingum um stöðu mála. Þá þarf fyrst að kanna hvar málið er statt á hverjum tíma, en upplýsingagjöf lögreglu til réttargæslumanna er engin. Ég reyni að nálgast upplýsingar hjá lögreglu, sem eftir svo og svo langan tíma segir mér að málið sé komið á ákærusviðið. Þá hef ég samband við lögfræðinga þar og eftir mislangan tíma fæ ég jafnvel þær upplýsingar að málið sé nú komið til héraðssaksóknara. Þá þarf ég að hafa samband þangað og oft er svarið það að málið sem ég held utan um sé komið í bunka mála sem bíða úthlutunar til saksóknara, en það er hann sem ákveður hvort málið verði fellt niður eða fært til dómstóla,“ segir Sigrún. „Oft reynist erfitt að fá upplýsingar eða ég mæti þögninni, þá hef ég lítið að segja brotaþolum sem skiljanlega verða ósáttir og draga jafnvel þá ályktun að ekki einu sinni réttargæslumaðurinn þeirra hafi áhuga á þeirra máli. Maður getur rétt ímyndað sér hve sárt slíkt viðmót er fyrir brotaþola og skaðlegt bataferli þeirra.“ „Tilraun til aftöku á Alþingi götunnar“ Lögfræðingur mannsins, Steinbergur Finnbogason, vísar ásökunum á bug fyrir hönd hans. „Þessar ávirðingar eiga sér vægast sagt sérstakan bakgrunn og koma skjólstæðingi mínum mjög á óvart. Hann er búinn að starfa hér á landi með sérhæfða líkamsmeðhöndlun fyrir mjaðmavandamál í rúmlega fjórtán ár og hefur á þessum tíma tekið á móti yfir fimmtíu þúsund heimsóknum ánægðra skjólstæðinga af báðum kynjum og á öllum aldri,“ segir Steinbergur. Hann segir kærurnar á hendur manninum vera hópmálsókn. „Þessi fyrirhugaða hópmálsókn sem svo má kalla hana á rætur sínar að rekja til auglýsingar á fésbókarsíðu að undirlagi lögmanns þessara aðilana þar sem konur voru hvattar til að segja frá óviðurkvæmilegri framkomu skjólstæðings míns. Þetta er að mínu viti dæmigerð tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga. Og því miður er andrúmsloftið þannig þessa dagana að þrátt fyrir mögulega sýknun fyrir dómstólunum nær böðull umræðunnar að vinna verkin sín löngu áður en dómstólarnir úrskurða um sekt eða sýknu. Og maður spyr sig að því hvort þá sé tilganginum ef til vill náð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið kærður til lögreglu fyrir meint brot gegn nokkrum konum. Maðurinn starfar sem meðhöndlari og meint brot eiga að hafa átt sér stað í meðferð hjá honum. Hann starfar ekki á vegum hins opinbera. Konurnar leituðu allar til mannsins vegna stoðkerfisvanda. Konurnar greina frá því að maðurinn hafi í einhverjum tilvikum meðhöndlað þær við vanda sínum í gegnum leggöng þeirra. Frásagnir sex kvenna sem Fréttablaðið ræddi við ríma hver við aðra. Þær hafi verið á erfiðum stað í lífinu þegar þær komu til mannsins og margar hverjar þjáðar. Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður og eigandi Lögvís lögmannsstofu, er réttargæslumaður hóps þessara kvenna. „Rannsókn lögreglu miðar hægt áfram, hluti brotaþola hefur enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Og mér finnst mjög alvarlegt að maðurinn hafi ekki verið stöðvaður.“ Óeðlilegur seinagangur í kerfinu „Málið hefst í mars á þessu ári þegar ung kona leitar til mín vegna þess að hún vill kæra manninn fyrir nauðgun. Fljótlega vatt málið þannig upp á sig að nú eru konurnar orðnar fleiri sem lagt hafa fram kæru á hendur manninum og enn fleiri bíða þess að komast í skýrslutöku. Þá hafa nokkrar ekki enn tekið ákvörðun um framhald máls. Allar koma þessar konur úr mismunandi áttum,“ segir Sigrún. „Konurnar gáfu flestar skýrslu í vor og á þeim tíma lét ég lögregluna vita af tveimur sem vildu leggja fram kæru, en mál þeirra var lítillega frábrugðið hinum. Ég fékk þau svör að lögreglan ætlaði sér að skoða málin en síðan hef ég ekkert heyrt, þrátt fyrir reglulegar ítrekanir.” Ein þeirra sem bíða þess að fá að kæra er nú búsett í einu Norðurlandanna, en meint brot mannsins í hennar garð átti sér þó stað hér á landi. „Ég lét lögregluna vita í apríl að hún vildi leggja fram kæru en fátt var um svör. Eftir að hafa ítrekað málið í um hálft ár fékk ég loks þau svör að hún yrði að kæra í gegnum lögregluyfirvöld í því landi, sem gæti eftir atvikum kallað eftir aðstoð lögreglunnar á Íslandi. Þetta er í algjörri andstöðu við önnur mál sem ég hef verið með eða þekki til. Þar hefur lögreglan til að mynda farið utan í þeim tilgangi að taka skýrslu af brotaþola. Ég get ekki séð annað en að hér sé um hreina og klára mismunun að ræða.“ Maðurinn enn að störfum Þegar rannsóknin hafði staðið yfir í nokkra mánuði segist Sigrún hafi látið lögreglu vita af konu sem nýlega sakaði manninn um brot gegn sér. Meint brot átti sér stað meðan á rannsókn lögreglu á öðrum málum gegn manninum stóð. Að sögn Sigrúnar aðhafðist lögreglan ekkert og skýrsla hefur enn ekki verið tekin af stúlkunni. „Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta brot hefði lögreglan stöðvað manninn strax í upphafi, enda lá þá strax fyrir rökstuddur grunur um að hann hefði brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna. Síðan er liðið hálft ár og maðurinn er enn að störfum svo við best vitum,“ segir Sigrún. „Málið vekur mann til umhugsunar um hvernig unnið er að kynferðisbrotamálum innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar og maður veltir fyrir sér hvað þurfi til þess að maður, sem virðist stöðugt vera að brjóta á konum og jafnvel á meðan rannsókn stendur yfir, sé hnepptur í gæsluvarðhald.“ Kerfið langt á eftir þekkingunni „Það er mikið af góðu fólki innan lögreglunnar sem er að vinna ómetanlegt starf en það er kerfið sem það vinnur eftir sem gengur augljóslega ekki upp. Ýmsu mætti strax breyta til batnaðar, svo sem aukinni og viðameiri fræðslu í sálfræðinni að baki þessum brotum. Hvernig sem er þá er ljóst að kerfið er langt á eftir þeirri þekkingu sem við nú búum yfir í þessum málaflokki,“ segir Sigrún lögmaður. Reynsla hennar er sú að í upphafi hafi brotaþolar verið sáttir. Hún hitti þá að minnsta kosti einu sinni á fundi fyrir skýrslutökuna og segir að lögreglan hafi tekið vel á móti þeim, sýnt þeim virðingu og vinsemd. „Eftir það mætir brotaþolum algjör þögn, líka okkur réttargæslumönnum. Brotaþolar, eðlilega, hafa reglulega samband og óska eftir upplýsingum um stöðu mála. Þá þarf fyrst að kanna hvar málið er statt á hverjum tíma, en upplýsingagjöf lögreglu til réttargæslumanna er engin. Ég reyni að nálgast upplýsingar hjá lögreglu, sem eftir svo og svo langan tíma segir mér að málið sé komið á ákærusviðið. Þá hef ég samband við lögfræðinga þar og eftir mislangan tíma fæ ég jafnvel þær upplýsingar að málið sé nú komið til héraðssaksóknara. Þá þarf ég að hafa samband þangað og oft er svarið það að málið sem ég held utan um sé komið í bunka mála sem bíða úthlutunar til saksóknara, en það er hann sem ákveður hvort málið verði fellt niður eða fært til dómstóla,“ segir Sigrún. „Oft reynist erfitt að fá upplýsingar eða ég mæti þögninni, þá hef ég lítið að segja brotaþolum sem skiljanlega verða ósáttir og draga jafnvel þá ályktun að ekki einu sinni réttargæslumaðurinn þeirra hafi áhuga á þeirra máli. Maður getur rétt ímyndað sér hve sárt slíkt viðmót er fyrir brotaþola og skaðlegt bataferli þeirra.“ „Tilraun til aftöku á Alþingi götunnar“ Lögfræðingur mannsins, Steinbergur Finnbogason, vísar ásökunum á bug fyrir hönd hans. „Þessar ávirðingar eiga sér vægast sagt sérstakan bakgrunn og koma skjólstæðingi mínum mjög á óvart. Hann er búinn að starfa hér á landi með sérhæfða líkamsmeðhöndlun fyrir mjaðmavandamál í rúmlega fjórtán ár og hefur á þessum tíma tekið á móti yfir fimmtíu þúsund heimsóknum ánægðra skjólstæðinga af báðum kynjum og á öllum aldri,“ segir Steinbergur. Hann segir kærurnar á hendur manninum vera hópmálsókn. „Þessi fyrirhugaða hópmálsókn sem svo má kalla hana á rætur sínar að rekja til auglýsingar á fésbókarsíðu að undirlagi lögmanns þessara aðilana þar sem konur voru hvattar til að segja frá óviðurkvæmilegri framkomu skjólstæðings míns. Þetta er að mínu viti dæmigerð tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga. Og því miður er andrúmsloftið þannig þessa dagana að þrátt fyrir mögulega sýknun fyrir dómstólunum nær böðull umræðunnar að vinna verkin sín löngu áður en dómstólarnir úrskurða um sekt eða sýknu. Og maður spyr sig að því hvort þá sé tilganginum ef til vill náð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira