Innlent

Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans

Gissur Sigurðsson skrifar
Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. Vísir/Getty
Hvalur hf. sendi tæplega fimmtán hundruð tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði á laugardaginn, áleiðis til Japans og á skipið að sigla með farminn norðausturleiðina, um Norður Íshafið, að því er Morgunblaðið greinir frá.

Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið, sem er töluvert styttri, en á sínum tíma hótuðu umhverfisverndarsamtök sums staðar á hinni hefðbundnu siglingaleið, að koma í veg fyrir að skip á vegum Hvals fengju afgreiðslu eins og olíu og vistir, í erlendum höfnum á leiðinni.

Blaðið hefur eftir Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals að Japanir hafi nú tekið upp alþjóðlegt matskerfi á afurðirnar, sem eigi að liðka fyrir viðskiptunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×