Erlent

Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum.

Þetta kom fram í nýju viðtali forsetans í þættinum 60 Minutes á CBS stöðinni. Trump sagði reyndar í sama þætti að hann væri ekki lengur þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar væru gabb, eins og hann hefur áður sagt, en hann er ekki sannfærður um að hitabreytingin sé af manna völdum.

Þá sagði hann góðar líkur á því að hitastigshækkunin sem verið hefur síðustu áratugina gangi til baka. Hann fór þó ekki nánar út í hvað hann hafi fyrir sér í því. Yfirlýsingar Trumps koma aðeins réttri viku eftir svarta skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum þar sem ráðamenn heimsins eru hvattir til að bregðast við nú þegar, ella verði það of seint.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga

Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar.

Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum

Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðana gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×