Sverrir Þór: Fengum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue höllinni skrifar 12. október 2018 22:39 Sverrir Þór var ánægður með sigur sinna manna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira