Hlutverkaskipti Óttar Guðmundsson skrifar 13. október 2018 08:00 Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun