Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. október 2018 07:15 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynntu kröfugerð SGS á miðvikudaginn. Verði af samfloti við VR myndi það ná til um 100 þúsund félagsmanna. Fréttablaðið/Ernir „Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira