Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Jóhannes Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Fréttablaðið/Stefán Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira