Breikkun þjóðvegarins bætir öryggið í Dölum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2018 20:30 Þjóðvegurinn um Saurbæ breikkar um tvo metra, úr 5,5 metrum upp í 7,5 metra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Öryggi vegfarenda hefur verið stórbætt á Vestfjarðavegi um Dalasýslu með langþráðum lagfæringum á sex kílómetra kafla um Saurbæ. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2. Þetta er vegurinn sunnan Gilsfjarðarbrúar meðfram Skriðulandi um Hvolsdal en þótt hann væri malbikaður þá var hann á löngum köflum svo mjór, aðeins fimm og hálfur metri á breidd, að ökumenn á venjulegum fólksbílum áttu í vandræðum þegar þeir mættu öðrum bílum, og sérstaklega flutningabílum. Þá var sérlega varasöm blindhæð við bæinn Máskeldu.Meginhlutinn af Vestfjarðaumferðinni fer um þennan veg í gegnum Dalasýslu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er verktakinn Borgarverk að mestu búinn að ljúka endurbótum á þessum 6,4 kílómetra langa kafla Vestfjarðavegar. Búið er að taka af blindhæðina og breikka veginn um tvo metra, upp í sjö og hálfan metra, þannig að hér eftir ættu ökumenn ekki að þurfa að skjálfa á beinunum þegar þeir mæta öðrum bílum. Vegagerðin samdi við lægstbjóðandann, Borgarverk, á grundvelli 177,7 milljóna króna tilboðs. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið en tilboð voru opnuð í september í fyrra. Starfsmenn Borgarverks voru að leggja lokahönd á lagningu fyrra lags klæðningar á veginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarefni í námu, sem upphaflega stóð til að nota, reyndist hins vegar ónothæft og þurfti að sækja efni í aðra námu mun fjær. Af þeim sökum er ljóst að verkið mun reynast talsvert dýrara en sem nemur tilboðsfjárhæð, samkvæmt upplýsingum Sæmundar Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Öryggi vegfarenda hefur verið stórbætt á Vestfjarðavegi um Dalasýslu með langþráðum lagfæringum á sex kílómetra kafla um Saurbæ. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2. Þetta er vegurinn sunnan Gilsfjarðarbrúar meðfram Skriðulandi um Hvolsdal en þótt hann væri malbikaður þá var hann á löngum köflum svo mjór, aðeins fimm og hálfur metri á breidd, að ökumenn á venjulegum fólksbílum áttu í vandræðum þegar þeir mættu öðrum bílum, og sérstaklega flutningabílum. Þá var sérlega varasöm blindhæð við bæinn Máskeldu.Meginhlutinn af Vestfjarðaumferðinni fer um þennan veg í gegnum Dalasýslu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er verktakinn Borgarverk að mestu búinn að ljúka endurbótum á þessum 6,4 kílómetra langa kafla Vestfjarðavegar. Búið er að taka af blindhæðina og breikka veginn um tvo metra, upp í sjö og hálfan metra, þannig að hér eftir ættu ökumenn ekki að þurfa að skjálfa á beinunum þegar þeir mæta öðrum bílum. Vegagerðin samdi við lægstbjóðandann, Borgarverk, á grundvelli 177,7 milljóna króna tilboðs. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið en tilboð voru opnuð í september í fyrra. Starfsmenn Borgarverks voru að leggja lokahönd á lagningu fyrra lags klæðningar á veginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarefni í námu, sem upphaflega stóð til að nota, reyndist hins vegar ónothæft og þurfti að sækja efni í aðra námu mun fjær. Af þeim sökum er ljóst að verkið mun reynast talsvert dýrara en sem nemur tilboðsfjárhæð, samkvæmt upplýsingum Sæmundar Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira