Vilja fagna fimmtíu árum frá „einvígi aldarinnar“ með heimsmeistaramóti á Íslandi Gissur Sigurðsson skrifar 11. október 2018 12:30 Bobby Fischer á Íslandi árið 1972. Getty Images Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér. Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér.
Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira