Hringdi bjöllum í Braggamáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2018 07:00 Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Fréttablaðið/Stefán Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira