„Þá hætti ég að nenna að burðast með þig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 16:00 Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira